lgn.is - 27.03.2012 Breyting á smásöluálagningu lyfseðilskyldra mannalyfja.
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

27.03.2012 Breyting á smásöluálagningu lyfseðilskyldra mannalyfja.
27.03.2012 - 27.03.2012 Breyting á smásöluálagningu lyfseðilskyldra mannalyfja.

Breyting á smásöluálagningu lyfseðilskyldra mannalyfja.

Á 168. fundi Lyfjagreiðslunefndar þann 22. mars s.l. var ákveðin  7,9% hækkun á fasta krónutölu smásöluálagningar og tekur hún gildi 1. apríl n.k.

Krónutöluálagning fer við þetta úr 723 kr. í 780 kr. í lægra þrepi  og úr 1.880 kr. í 2.028 kr. í hærra þrepi.

Hérlendis eru tvö þrep í smásöluálagningu lyfseðilskyldra mannalyfja.

Lægra þrepið eru lyf með heildsöluverð 1-11.999 krónur og hærra þrepið eru lyf yfir 12.000 krónum. 

Hækkun á lægra þrep er 57 kr. og á hærra þrep 148 kr. Prósentuálagning er óbreytt.

Eftir 1.4.2012   Prósentu álagning   Föst krónutala
 1-11.999 kr.        9%                             780 kr.
 12.000 kr.           0%                           2.028 kr.

Við ákvörðun á hækkun á smásöluálagningu lyfja voru hafðar að til hliðsjónar þær hækkanir sem orðið hafa á annarri heilbrigðisþjónustu  og í öðrum rekstri í heilbrigðiskerfinu vegna verðlags- og gengisbreytinga.

 Áætlað er að 7,9% hækkun á smásöluálagningu skili apótekunum um 200 millj. kr. í viðbótartekjum á ársgrundvelli.

Við mat á skiptingu aukins kostnaðar á milli Sjúkratrygginga og sjúklinga bætist við þá upphæð vsk. og  gert er ráð fyrir að 106 m.kr. falli á sjúklinga og 145  m.kr. á Sjúkratryggingar Íslands.