lgn.is - 23.06.2011 Ný tillaga að nýjum viðmiðunarverðflokkum  í lyfjaverðskrá
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

23.06.2011 Ný tillaga að nýjum viðmiðunarverðflokkum í lyfjaverðskrá
23.06.2011 - 23.06.2011 Ný tillaga að nýjum viðmiðunarverðflokkum í lyfjaverðskrá

Lyfjagreiðslunefnd hefur unnið að breytingum á viðmiðunarverðskrá með hliðsjón af viðmiðunarverðflokkum á hinum Norðurlöndunum.

Sérstaklega var litið til flokkunar sem viðhöfð er í Noregi, þar sem einingaverð er borið saman án tillits til hvort einingin komi úr stórri eða lítilli pakkningu.

Fyrsta tillaga að breytingum á viðmiðunarverðskránni var send hagsmunaaðilum til umsagnar 17. maí s.l.og gefinn var frestur til 31. maí til að skila inn athugasemdum.

 

Nú hefur verið farið yfir innsend andmæli og athugasemdir og ákveðið að styðjast ekki alfarið við norsku fyrirmyndina. Með þessu telur nefndin að verið sé að gæta meðalhófs og tryggja jafnframt að minni pakkningar fari ekki af markaði vegna óhagstæðs verðsamanburðar.

 

Í nýju tillögunni sem nú hefur verið send út eru þrír flokkar pakkningastærða þ.e. einingaverð í 30 stk. pakkningum og minni er borið saman innbyrðis og einingaverð í pakkningum yfir 30 stk. og allt að 300 stk. er borið saman innbyrðis. Síðan eru pakkningar sem eru 300 stk. eða meira, sem eru einungis bornar saman við aðrar svo stórar pakkningar.  Í núverandi verðskrá eru hins vegar engin dæmi um fleiri en eina svo stóra pakkningu í einum viðmiðunarflokki.

 

Að gefnum þessum forsendum er hér ný tillaga að nýrri viðmiðunarverðskrá sem hefur verið send út til kynningar og athugasemda óskað.

Skýring á merkingu lita í meðfylgjandi Excelskrá er fremst í skjalinu.

Excel skjal.

Hér er áfram unnið með sömu gögn og fyrr, þannig að verð eru frá því í maí, en ekki uppfærð eftir júní verðskrá.

 

Gefinn er frestur til  koma með athugasemdir/andmæli fyrir lok vinnudags 1. júlí n.k.

Þessi tillaga var send til umsagnar hjá umboðsmönnum lyfja, fulltrúum smásala, Lyfjastofnun og Sjúkratryggingum Íslands.

 

Gert er ráð fyrir að þessar breytingar geti tekið gildi í september verðskrá.

 

23. júní 2011

Rúna Hauksdóttir, formaður