lgn.is - 04.02.2011 - Verklag við heildarverðendurskoðun 2011
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

04.02.2011 - Verklag við heildarverðendurskoðun 2011
04.02.2011 - 04.02.2011 - Verklag við heildarverðendurskoðun 2011

Nefndin hefur farið yfir athugasemdir við verklag vegna heildarverðendurskoðunar 2011.

Eftirfarandi er verklagið sem verður viðhaft. 

 Verklag við heildarverðendurskoðun 2011

Til grundvallar heildarverðendurskoðun 2011 liggja tölur um selt magn fyrir árið 2010 og á verði í desember 2010. Verðsamanburðurinn sjálfur verður gerður á janúarverði 2011 og gengi skv. janúarverðskrá á Íslandi og í viðmiðunarlöndunum.

Öll vörunúmer í lyfjaverðskrá koma til skoðunar óháð veltu. Þau vörunúmer sem höfðu veltu undir 3,5 milljón á árinu 2010 geta fengið allt að 15% álag á meðalverð í viðmiðunarlöndum. Nema S-merkt lyf, þau geta fengið allt að 15% álag á lægsta verð á viðmiðunarlöndum. Óska verður eftir því í hverju tilviki.

Lyfjum verður skipt í flokka. Ein flokkunin verður í sjúkrahúslyf, frumlyf, samhliða innflutt lyf og samheitalyf. Ástæða þess er mismunandi reglur varðandi verðsamanburð í lyfjalögum og reglugerð nefndarinnar.

Frumlyf eru borinn saman við nákvæmlega sama lyf í viðmiðunarlöndum. Smávægilegur munur getur verið, t.d. ekki sama norræna vörunúmer, annað heiti s.s. Zarator = Lipitor.

Meðaltal í viðmiðunarlöndum verður leyfilegt hámarksverð á Íslandi.

Samheitalyf  eru borinn saman við samheitalyf í viðmiðunarlöndum. Meðaltal í viðmiðunarlöndum verður leyfilegt hámarksverð á Íslandi.

Samhliða innflutt lyf: Lægra verð en verð frumlyfs/samheitalyfs á Íslandi verður leyfilegt hámarksverð á Íslandi.

Samhliða skráð samheitalyf : Lægra verð en verð samheitalyfs á Íslandi verður leyfilegt hámarksverð á Íslandi.

Sjúkrahúslyf. Skv. reglugerð 380/2010 verður leyfilegt hámarksverð á Íslandi er miðað við lægsta verð í viðmiðunarlöndum.

Sjúkrahúslyf verða endurskoðuð í fyrsta hluta.

Einnig verður Lyfjaverðskránni skipt í tvennt m.t.t. ATC-flokka.

Hlutarnir verða afgreiddir í eftirfarandi röð.

1. hluti - S- merkt lyf, fjöldi pakkninga 659

2. hluti - A01AA01 – L04AX03 fjöldi pakkninga 970

3. hluti - M01AB01 – V08CA11 fjöldi pakkninga 966

Gert er ráð fyrir að fyrsti hluti komi inn í verðskrá 1. apríl og að verðendurskoðun verði lokið með  júní verðskrá.

Umboðsmönnum verður send bréf með verðsamanburði á excel formi  og hafa þeir 21 dag til að gera athugasemdir við einstaka verð.

Til að uppfylla 14. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hyggst Lyfjagreiðslunefnd birta á heimasíðu sinni lista yfir þær lyfjapakkningar sem koma til lækkunar í heildarverðendurskoðuninni fyrir 10. hvers mánaðar áður en verðskráin tekur gildi.

Leiði verðendurskoðun nefndarinnar til lækkunar á ódýrasta  einingaverði í þeim ATC-flokkum sem hafa skilyrta greiðsluþátttöku, skv. reglugerð nr. 403/2010,  4.gr. og 5gr. mun nefndin birta upplýsingar um lægsta einingaverð í viðkomandi ATC-flokkunum á heimasíðu sinni fyrir 10. hvers mánaðar áður en verðskráin tekur gildi. Um er að ræða ATC-flokkana A02BC, C09, C09 í blöndu, C10A, M05B, N06AB/AX og R03A/R03B sem koma til endurskoðunar í 2. og 3. hluta.

Hagsmunaaðilar geta þá komið að athugasemdum, telji þeir það nauðsynlegt í samræmi við 13. gr. stjórnsýslulaga.