lgn.is - Tillaga að vinnuferli við útgáfu lyfjaverðskrár.
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

Tillaga að vinnuferli við útgáfu lyfjaverðskrár.
09.06.2009 - Tillaga að vinnuferli við útgáfu lyfjaverðskrár.

Samþykkt á 118. fundi Lyfjagreiðslunefndar 9. júní 2009

Fyrir mánaðarmót þarf að óska eftir birtingu á nýjum lyfjum sem eiga að birtast um þar næstu mánaðarmót. Dæmi síðasta lagi 30 nóv. ef birting á að vera 1. janúar.

1. til 10 hvers mánaðar geta aðilar sett inn verðlækkanir sem eiga að birtast í lyfjaverðskrá næsta mánaðar. Á sama tíma er LST að fara yfir erindi um ný lyf á markað.

11. til 20. starfsmenn nefndarinnar setja í verðskrárkerfi aðrar breytingar en verðlækkanir og ný lyf.

15. til 23. starfsmenn nefndarinnar setja inn ný lyf verðskrárkerfi.

20. til 21. tilkynnt á heimasíðu nefndarinnar hvaða lyf hafa óskað eftir birtingu í lyfjaverðskrá næsta mánaðar.

20. til 25. Lyfjaverðskrárgengi reiknað og sett á heimasíðu nefndarinnar. Reiknuð viðmiðunarverðskrá, gengið úr skugga um að til séu birgðir af þeim lyfjum sem eru lægst á viðmiðunarverðskrá.

Ef birgðir ekki nægjanlegar þá er viðkomandi lyf tekið úr lyfjaverðskrá og næsti aðili spurður um birgðir.

Tilkynna þarf birtingu í lyfjaverðskrá fyrir 10. hvers mánaðar ef lyf hefur verið tekið af lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts og umboðsaðili/framleiðandi óskar eftir að það birtist í næstu verðskrá.

23. til 28. unnin lyfjaverðskrá, viðmiðunarverðskrá, helstu breytingar, birt á heimasíðu nefndarinnar.
1. til 30. farið yfir biðlista og lyf sem hafa ekki verið til í 30 daga og eru ekki væntanleg, tekinn út úr lyfjaverðskrá.

Afgreiðslufrestir nefndarinnar.

Umsóknir um verð á nýju lyfi, allt að 90 dagar.
Umsókn um greiðsluþátttöku á lyfi sem þegar er með samþykkt verð, allt að 90 dagar.
Umsókn um verð og greiðsluþátttöku, allt að 180 dagar.
Umsókn um verðhækkun, allt að 90 dagar.
Umsókn um verðlækkun, afgreitt eins hratt og hægt er. 
Umsókn um verðbreytingu á lyfi á undanþágulyfseðli, afgreitt eins hratt og unnt er, ef lyfið er með ársveltu 1000.000 kr. eða minna. Lyf með meiri veltu, allt að 90 dagar.
Umsókn um verðbreytingu á lyfi á undanþágulista lyfjastofnunar, birtist í næstu lyfjaverðskrá ef hún kemur fyrir 10. mánuðinum á undan birtingu.