lgn.is - 02.04.2019 Breyting á vinnureglu um ákvörðun heildsöluverðs á lyfjum
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

02.04.2019 Breyting á vinnureglu um ákvörðun heildsöluverðs á lyfjum
02.04.2019 - 02.04.2019 Breyting á vinnureglu um ákvörðun heildsöluverðs á lyfjum

Lyfjagreiðslunefnd ákvað á 295. fundi nefndarinnar þann 1. apríl s.l., að beiðni Frumtaka, að breyta vinnureglu um ákvörðun um heildsöluverðs á lyfjum.

Breytingin felur í sér að lyfjagreiðslunefnd er heimilt að samþykkja hámarksverð leyfisskyldra lyfja/S-merktra lyfja sem er hærra en lægsta verð lyfsins í viðmiðunarlöndunum, þó ekki hærra en meðalverð lyfsins í viðmiðunarlöndum, hafi tekist samningar í kjölfar opinbers innkaupaferlis, um kaup á viðkomandi lyfi sem tryggja að innkaupsverð verði lægra en lægsta verð í viðmiðunarlöndunum í nánari samkomulagi við Landspítalann.

Sjá nánar í vinnureglu: PDF skjal

Það var mat fulltrúa Frumtaka að framangreindar breytingar muni leiða til þess að fleiri lyf verði markaðssett á Íslandi, þ.m.t. lyf sem fyrir liggur að hefðu ekki verið markaðssett að óbreyttu.

Breytingarnar sem hér um ræðir munu ekki hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir sjúklinga né hið opinbera.