lgn.is - 30.01.2015 - Heildarverðendurskoðun lyfja 2015 – breyttur gengismánuður
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

30.01.2015 - Heildarverðendurskoðun lyfja 2015 – breyttur gengismánuður
30.01.2015 - 30.01.2015 - Heildarverðendurskoðun lyfja 2015 – breyttur gengismánuður

Lyfjagreiðslunefnd mun hefja vinnu við heildarverðendurskoðun á næstu vikum.

Í fréttatilkynningu 7. október s.l. kom m.a. fram að: „Við endurskoðunina munu tölur um selt magn fyrir árið 2014 og á verði í desember 2014 liggja til grundvallar. Verðsamanburðurinn sjálfur verður gerður á janúarverði 2015 og gengi skv. janúarverðskrá á Íslandi og í viðmiðunarlöndunum.“

Lyfjagreiðslunefnd bárust athugasemdir frá Frumtökum við þann hlut endurskoðunarinnar sem lýtur að því að notað yrði janúargengi við útreikninga. Þær athugasemdir voru teknar til umfjöllunar á 222. fundi nefndarinnar þann 19. janúar s.l. Þar var ákveðið að fallast á tillögur Frumtaka og breyta viðmiði í verðendurskoðun úr lyfjaverðskrárgengi janúar 2015 í lyfjaverðskrárgengi desember 2014.

Þetta er gert með vísan í að gengi norsku krónunnar hefur lækkað umtalsvert meira en annara gjaldmiðla undanfarna mánuði.

Nefndin telur þetta ekki hafa fordæmisgildi við aðrar verðendurskoðanir. Hér er um einstaka aðgerð að ræða til að sátt ríki um komandi verðendurskoðun.