lgn.is - 04.12.2012 Þróun á fjölda pakkninga í skilyrtri greiðsluþátttöku og í viðmiðunarverðflokkum
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

04.12.2012 Þróun á fjölda pakkninga í skilyrtri greiðsluþátttöku og í viðmiðunarverðflokkum
04.12.2012 - 04.12.2012 Þróun á fjölda pakkninga í skilyrtri greiðsluþátttöku og í viðmiðunarverðflokkum

Í kjölfar umræðu um lyfjaskort og verðsamkeppni í skilyrtu greiðsluþátttöku flokkunum þá gerði Lyfjagreiðslunefnd úttekt á því hvort pakkningum hefur fjölgað eða fækkað í þeim lyfjaflokkum sem eru með skilyrta greiðsluþátttöku, sjá meðfylgjandi töflu:

 Fjöldi pakkninga með skilyrta greiðsluþátttöku:

Tafla 1

 

Frá upphafi

1.7.2011

% breyting

A02BC - 1.3.2009

14

23

64%

C10A - 1.3.2009

10

20

100%

C09 - 1.10.2009

16

24

50%

C09 í blöndum 1.10.2009

9

10

11%

N06AB  - 1.10.2009

44

48

9%

N06AX  - 1.10.2009

16

18

13%

M05B - 1.11.2009

5

8

60%

R03A - 1.1.2010

4

4

0%

R03B - 1.1.2010

2

0

-100%

Samtals fjöldi:

120

155

29%

 

Þar kom fram að pakkningum hefur í heildina fjölgað um 29% og í einstaka lyfjaflokkum er fjölgunin jafnvel um 60%. Þetta bendir til þess að fleiri lyf hafa komið á markað í þessum lyfjaflokkum eftir að breyting var gerð á greiðsluþátttöku skilyrðum þeirra.

Einnig kannaði nefndin þróun í viðmiðunarverðflokkum og skoðað var tímabilið frá 1. mars 2009 og til júlí 2011 en eftir það voru gerðar breytingar á viðmiðunarverðskránni eins og flestum er kunnungt.

 Fjöldi pakkninga í viðmiðunarverðflokkum:

Tafla 2

 

1.3.2009

1.7.2011

% breyting

Fjöldi viðmiðunarverðflokka

187

234

25%

Fjöldi vörunúmera

407

520

28%

Fjöldi lyfja í viðmiðunarverðflokkum

228

260

14%

Fjöldi samheitalyfja

61

92

51%

Fjöldi frumlyfja

106

111

5%

Fjöldi samhliða innfluttra lyfja

61

57

-7%

Í töflu 2 sést að fjölgun er í viðmiðunarflokkum á þessu tímabili sem gefur til kynna að fleiri samheitalyf eru að koma inn í verðskrána. Jafnframt fjölgar pakkningum í viðmiðunarflokkum og lyfjum. Mesta hlutfallslega aukningin er í fjölda samheitalyfja.

Þessi úttekt nefndarinnar bendir til aukinnar samkeppni bæði í skilyrtu greiðsluþátttökunni og hjá samheitalyfjum almennt í verðskránni.

Nefndin kannaði einnig verðþróun í skilyrtu greiðsluþátttöku flokkunum frá byrjun til ágúst 2012 og þá kom fram lækkun í íslenskum krónum en mest varð lækkunin í magasýrulyfjunum og beinþéttnilyfjunum. Einnig varð umtalsverð lækkun í flokki blóðfitulækkandi lyfja.