 |
|
|
|
Leiðbeiningar hvernig lyfjaverðskrárgengi er reiknað, uppfært 11. nóvember 2021
Athygli er vakin á að þessi vefur er úreltur.
Allar upplýsingar er varða verð og greiðsluþátttöku lyfja og snúa að hlutverki Lyfjastofnunar er nú að finna á vef stofnunarinnar. Á forsíðu vefsins er að finna flýtileið og efnið er einnig aðgengilegt í efnisyfirliti undir flokknum Verð og greiðsluþátttaka.
Færsla á efninu yfir á vef Lyfjastofnunar hefur engin áhrif á uppfærslur efnisins. Sem fyrr er lyfjaverðskrá gefin út tvisvar í mánuði, með gildistöku 1. og 15. hvers mánaðar. Hið sama á við um lyfjaverðskrárgengi.
Tilkynnt verður um útgáfu lyfjaverðskrár, lyfjaverðskrárgengis og lista yfir ný lyf sem óskað hefur verið eftir að birtist í verðskrá næsta mánaðar, eins og verið hefur til þessa, á vef Lyfjastofnunar. Hægt er að gerast áskrifandi að fréttum með skráningu á póstlista stofnunarinnar.
|
|
|
|
|