lgn.is - 28.03.2012 Fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts.
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

28.03.2012 Fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts.
28.03.2012 - 28.03.2012 Fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts.

Í kjölfar margra fyrirspurna um lyf, sem eru felld úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts.

Í hverjum mánuði er birt excel skjal á heimasíðu nefndarinnar með upplýsingum um lyf sem eru í lyfjaverðskrá.

Til viðbótar eru, í excel skjalinu, upplýsingar um lyf sem hafa verið felld úr lyfjaverðskrá.

Einn dálkurinn ber yfirskriftina  "Fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts". Ef það er dagsetning í þeim dálki, þá hefur það lyf verið fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts.

Dagsetningin er sett þarna til að öllum sé ljóst, hvenær lyfið var fellt úr lyfjaverðskrá.

Heildsölur mega ekki selja skráð lyf nema þau séu í lyfjaverðskrá.

Ef Apótek eiga enn birgðir af lyfi sem hefur verið fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts, hefur apótekið 90 daga til að selja þær birgðir.

Þegar birgðaskorti lýkur, mega hvorki apótek né heildsölur selja lyfið, fyrr en það hefur birst í lyfjaverðskrá eða lyfjaverðskráin tekið gildi, en þeir tímapunktar eru mismunandi.

  1. Heildsalan má ekki selja nýjar birgðir, fyrr en lyfjaverðskrá næsta mánaðar hefur verið gefin út, sem er  nokkrum dögum fyrir gildistöku, svo apótek geti legið með birgðir fyrsta dag mánaðar.
  2. Apótek má ekki selja nýjar birgðir, fyrr en lyfjaverðskráin tekur gildi, sem er fyrsta dag mánaðarins.

 Dæmi til útskýringar:

Lyf er fellt úr mars lyfjaverðskrá. Dagsetning í dálkinum"Fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts" er 29.2.2012. Gefum okkur að lyfið komi til landsins og á lager heildsölunnar þann 20. mars. Heildsalan má ekki selja lyfið til smásala fyrr en Lyfjagreiðslunefnd hefur birt opinberlega að birgðaskorti sé lokið. Það sést í lyfjaverðskrá á þann hátt að ekki er dagsetning í dálkinum „Fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts“ þá en ekki fyrr,  má heildsalan selja lyfið til apóteka, svo apótekin eigi birgðir til sölu þann 1. apríl.

Apótekin mega ekki selja lyfið fyrr en 1. apríl, þó svo það sé komið á lager apóteksins.

Spurt er: Af hverju má ekki selja lyfið fyrr?

Ekki má selja lyf nema að opinbert verð sé til, bæði heildsölu- og smásöluverð. Gildandi verðskrá hvers mánaðar sýnir opinbert verð þeirra lyfja sem heildsölur og smásölur mega selja. Þegar lyf hefur verið fellt úr verðskrá er ekki til, gildandi, opinbert verð.