lgn.is - 20.03.2012  Upplřsingar um birg­ahald
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

20.03.2012 Upplřsingar um birg­ahald
20.03.2012 - 20.03.2012 Upplřsingar um birg­ahald

Greiðsluþátttaka í lyfjum sem fallið hafa úr verðskrá vegna birgðaskorts :

 Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði vegna lyfja sem fallið hafa úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts í allt að 90 daga sbr. 2. mgr. 12.gr. reglugerðar nr. 403/2010 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum.

Mat á birgðaskorti á lyfi sem er lægst á viðmiðunarverðskrá 

 Sjúkratryggingar og Lyfjagreiðslunefnd fara yfir biðlista heildsala í hverri viku og leggja mat á hvort um er að ræða birgðaskort og þegar birgðaskortur er á ódýrustu pakkningu í viðmiðunarverðskrá fæst greitt í næst ódýrasta lyfinu. Þegar ódýrasta pakkning fæst aftur,  þá helst greiðsluþátttakan á dýrara lyfinu í 2 vikur eftir að viðkomandi lyf kemur af biðlista. Þessi aðgerð er framkvæmd af Sjúkratryggingum Íslands í viðkomandi tilfelli.
Þetta er gert til þess að apótek og heildsölur hafi tíma til að aðlaga birgðastöðu sína.

Staðfesting á birgðahaldi í upphafi mánaðar og útgáfa viðmiðunarverðskrár.

Í samræmi við reglugerðina nr. 892/2008 verður framkvæmd eftirfarandi :
Markaðsleyfishafi sem óskar eftir birtingu upplýsinga í lyfjaverðskrá í tilteknum mánuði, skal senda Lyfjagreiðslunefnd staðfestingu fyrir 20. dag mánaðarins á undan, að nægar birgðir lyfsins séu til í landinu og það verði tilbúið til dreifingar í verslanir fyrir mánaðarmótin.
Ef skortur er á lyfi meðan það er með lægsta viðmiðunarverð, verður það fellt úr næstu lyfjaverðskrá.  Ef birgðaskortur verður á lyfi sem er með lægsta viðmiðunarverð taka Sjúkratryggingar Íslands þátt í kostnaði við næst ódýrasta lyfið .