lgn.is - 30.05.2011 Lyfjagreišslunefnd er aš aš vinna aš breytingum į višmišunarveršskrį.
Hafšu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

30.05.2011 Lyfjagreišslunefnd er aš aš vinna aš breytingum į višmišunarveršskrį.
30.05.2011 - 30.05.2011 Lyfjagreišslunefnd er aš aš vinna aš breytingum į višmišunarveršskrį.

Lyfjagreiðslunefnd er að að vinna að breytingum á viðmiðunarverðskrá.

 

Lyfjagreiðslunefnd skal skv. 43. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með síðari breytingum raða samheitalyfjum og lyfjum með sambærileg meðferðaráhrif í viðmiðunarverðflokka til ákvörðunar greiðsluþátttöku. Skulu ákvarðanir nefndarinnar m.a. byggjast á kostnaði við greiðsluþátttöku.

 

Þær breytingar sem nefndin leggur til nú miða að því að halda lyfjakostnaði í lámarki og auka verðsamkeppni innan viðmiðunarverðskrár með því að fjölga skiptanlegum pakkningum.

 

Unnið hefur verið að breytingum á viðmiðunarverðskrá í samvinnu við Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands með hliðsjón af viðmiðunarverðflokkum á hinum Norðurlöndunum.

Sérstaklega hefur verðið litið til flokkunar sem viðhöfð er í Noregi og í Danmörku. 

Grundvöllur breytinganna er að miða viðmiðunarverð við stk. t.d. töflu eða hylki

Með þessu er leitast við að koma í veg fyrir óhagkvæma greiðsluþátttöku og að

pakkning sé ekki í viðmiðunarverðskrá ef hún er ekki “pöruð” við sömu pakkningastærð. 

Um leið eru lyfjaform pakkninga lögð að jöfnu, svo fremi að íkomuleið þeirra sé sú sama og að þær séu læknisfræðilega jafngildar.

 

Að gefnum þessum forsendum hefur tillaga að nýrri viðmiðunarverðskrá verið send út til kynningar til hagsmunaaðila og athugasemda óskað.

Gefinn var frestur til  koma með athugasemdir/andmæli fyrir 31. maí n.k. Var þetta sent til umsagnar hjá hjá umboðsmönnum lyfja, fulltrúum smásala, Lyfjastofnun og Sjúkratryggingum Íslands. Einhverjir hagsmunaaðilar fengu frest til loka vinnudags 1. júní eða upphafs vinnudags 3. júní var það meðal annars gert þar sem tvenn mistök höfðu verið gerð af hálfu nefndar í útsendingu á hagsmunaaðila.

 

Farið verður yfir athugasemdir í kjölfarið. Gert er ráð fyrir að ný tillaga verði síðan send út til kynningar 14. júní n.k. og frestur til að skila athugasemdum við hana verður þá ein vika eða til 21. júní. Þessi háttur er viðhafður til að tryggja að tekið verði tillit til allra megin athugasemda við þessa breytingu.

 

Gert er ráð fyrir að breytingar á viðmiðunarverðskrá geti tekið gildi í september n.k.