lgn.is - 27.05.2011 Breyting ß regluger­ nr. 403/2010
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

27.05.2011 Breyting ß regluger­ nr. 403/2010
27.05.2011 - 27.05.2011 Breyting ß regluger­ nr. 403/2010

Sjá afrit af reglugerð 520/2011 um breytingu á reglugerð nr. 403/2010 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum.

 

Tilefni breytinga á reglugerð er eftirfarandi :

 

Í júní verður breyting á markaði blóðþrýstingslyfja með tilkomu nýs samsetts blóðþrýstingslyfs, Darazíð 20/12,5 mg í stað Darazíð 10/12,5 mg. 

Þessi breyting mun hafa þá skyndilegu breytingu í för með sér að lægsta greiðsluþátttökuverð blóðþrýstingslyfja mun lækka með þeim afleiðingum að mikill hluti blóðþrýstingslyfja í blöndum  missa greiðsluþátttöku. 

 

Að fengnum tilmælum Lyfjagreiðslunefndar og Sjúkratrygginga Íslands féllst Velferðarráðuneytið á að gera breytingu á 4. gr. reglugerðar nr. 403/1010 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum til að bregðast við þessu til að tryggja velferð sjúklinga á blóðþrýstingslækkandi lyfjum og hagsmuni þeirra fyrirtækja sem markaðsetja lyf í viðkomandi lyfjaflokki. Breytingin felst í því að hækka 10% viðmiðunarmörk vegna greiðsluþátttöku umræddra blóðþrýstingslyfja úr 10% í 25%. Með þessari breytingu er tryggð óbreytt greiðsluþátttaka á lyfjum í viðkomandi lyfjaflokki ásamt því að lægsta viðmiðunarverð (verð á Darazíð) lækkar sem tryggir enn fremur áframhaldandi lækkun kostnaðar vegna þessara lyfja. Að öðru leyti verða sömu lyf og áður í þessum flokki með greiðsluþátttöku og þau á sama verði og áður.  Þessi breyting mun ekki hafa kostnaðarauka í för með sér fyrir sjúkratryggingar eða sjúklinga heldur þvert á móti mun hún leiða til lækkun kostnaðar þar sem lægsta greiðsluþátttökuverð lækkar í þessum lyfjaflokki.

 

Þetta er í annað sinn sem þurft hefur að bregðast við með slíkum hætti en í fyrra skiptið var það gert vegna blóðfitulækkandi lyfja.

http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=fbaa0304-a22b-4dda-98f3-48b1a1b67395