lgn.is - 25.03.2011 - Breyting ß smßs÷lußlagning lyfse­ilskyldra mannalyfja
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

25.03.2011 - Breyting ß smßs÷lußlagning lyfse­ilskyldra mannalyfja
25.03.2011 - 25.03.2011 - Breyting ß smßs÷lußlagning lyfse­ilskyldra mannalyfja

Breyting á smásöluálagningu lyfseðilskyldra mannalyfja.

Hækkun fastrar krónutölu um 3,5% tekur gildi 1. apríl 2011.

Á 150. fundi Lyfjagreiðslunefndar þann 10. mars s.l. var samþykkt tillaga Samtaka verslunar og þjónustu um  3,5% hækkun á fasta krónutölu smásöluálagningar og tekur hún gildi 1. apríl n.k. Krónutöluálagning fer við þetta úr 699 kr. í 723 kr. og úr 1.816 kr. í 1.880 kr.

Þann 1. apríl 2011 hækkar því smásöluálagning lyfseðilskyldra mannalyfja.

Ástæða þess að nefndin fellst á hækkunina er sú að nýlegur samanburður sem hún hefur gert á álagningu á lyf í smásölu hér á landi og í viðmiðunarlöndum nefndarinnar bendir til þess að álagning hér á landi sé aðeins undir meðaltali viðmiðunarlandanna. Samanburðurinn nær til þeirra 33 vörunúmera sem voru með mesta veltu hér á landi árið 2009. Áætlað er að 3,5% hækkun á smásöluálagningu skili apótekunum um 84,5 m. kr. viðbótartekjum á ársgrundvelli. Gert er ráð fyrir að 50 m.kr. falli á sjúklinga og 34,5 m.kr. á Sjúkratryggingar Íslands.

Á Íslandi eru tvö þrep í smásöluálagningu lyfseðilskyldra mannalyfja. Lægra þrepið eru lyf með heildsöluverð 1-11.999 krónur og hærra þrepið eru lyf yfir 12.000 krónum. 
Hækkun á lægra þrepi er 24 krónur og á hærra þrep 64 krónur. Prósentuálagning er óbreytt.

Eftir 1.4.2011   Prósentu álagning   Föst krónutala
 1-11.000 kr.        9%                             723 kr.
 12.000 kr.           0%                           1.880 kr.