 |
|
|
|
25.05.2010 Listi yfir lyf með greiðsluþátttöku í N06AB og N06AX
|
25.05.2010 - 25.05.2010 Listi yfir lyf með greiðsluþátttöku í N06AB og N06AX |
Í meðfylgjandi lista er upptalning á lyfjum í ATC-flokkum N06AB og N06AX sem verða greiðsluþátttökumerkt í lyfjaverðskrá júní 2010.
Listi.
Reglugerðin hljóðar eftirfarandi.
Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu hagkvæmustu pakkninga í ATC-lyfjaflokkunum N 06 A B (sérhæfðir serótónín endurupptöku hemlar) og N 06 A X (önnur þunglyndislyf). Hagkvæmustu pakkningar eru metnar út frá verði á einingu í pakkningu og þær pakkningar B-merktar sem víkja ekki meir en 180% frá lægsta einingaverði. Sjúkratryggingar taka ekki þátt í greiðslu annarra lyfja í lyfjaflokkum N 06 A B og N 06 A X en er þó heimilt að gefa út lyfjaskírteini, sbr. 2. tölul. 11. gr. reglugerðar 403/2010
Ákvæði til bráðabirgða. Lyfjaávísanir á þau lyf sem fá breytta greiðsluþátttöku samkvæmt 3. mgr. 4. gr. og gefnar eru út fyrir gildistöku reglugerðar þessarar, halda óbreyttri greiðsluþátttöku til allt að 1. október 2010.
|
|
|
|
|