 |
|
|
|
01.12.2009 Breyting á smásöluálagningu lyfseðilskyldra mannalyfja
|
01.12.2009 - 01.12.2009 Breyting á smásöluálagningu lyfseðilskyldra mannalyfja |
Fréttatilkynning – 1. desember 2009
Breyting á smásöluálagningu lyfseðilskyldra mannalyfja. Hækkun fastrar krónutölu um 3,5% tekur gildi 1. janúar 2010.
Á 127. fundi Lyfjagreiðslunefndar þann 24. nóvember s.l. var tekin til umfjöllunar tillaga um hækkun á smásöluálagningu apóteka. Fyrir fundinum lá fyrir ósk smásala um hækkun upp á 5,5% á fasta krónutölu smásöluálagningar. Nefndarmenn Lyfjagreiðslunefndar, ásamt formanni, lögðu fram tillögu að 3,5 % hækkun á fasta krónutölu smásöluálagningar. Fastar krónutölu álagningar fara við þetta úr 675 kr. í 699 kr. og úr 1.755 kr. í 1.816 kr. Ekki náðist sátt um tillöguna í nefndinni og fulltrúi smásala greiddi atkvæði gegn henni og skilaði sérbókun. Fastir nefndarmenn ásamt formanni samþykktu hækkunina og að hún tæki gildi frá og með 1. janúar 2010. Áhrif hækkunar smásöluálagningar er talin vera um 98 milljónir sem falla að hluta til á Sjúkratryggingar Íslands, 44 milljónir og að hluta á sjúklinga, 54 milljónir. Þann 1. janúar 2010 hækkar því smásöluálagning lyfseðilskyldra mannalyfja. Á Íslandi eru tvö þrep í smásöluálagningu lyfseðilskyldra mannalyfja. Lægra þrepið eru lyf með heildsöluverð 1-11.999 krónur og hærra þrepið eru lyf yfir 12.000 krónum. Hækkun á lægra þrepi er 24 krónur og á hærra þrep 61 króna. Prósentuálagning er óbreytt.
Fyrir áramót Prósentu álagning Föst krónutala 1-11.000 kr. 9% 675 12.000 kr. 0% 1.755 Eftir 1.1.2010 Prósentu álagning Föst krónutala 1-11.000 kr. 9% 699 12.000 kr. 0% 1.816
Nánari upplýsingar veitir Rúna Hauksdóttir, formaður Lyfjagreiðslunefndar, beinn sími 553-9050
|
|
|
|
|