lgn.is - 14.09.2009 ═slenskt lyfjaver­ lŠkkar bori­ saman vi­ s÷mu lyf ß Nor­url÷ndunum
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

14.09.2009 ═slenskt lyfjaver­ lŠkkar bori­ saman vi­ s÷mu lyf ß Nor­url÷ndunum
14.09.2009 - 14.09.2009 ═slenskt lyfjaver­ lŠkkar bori­ saman vi­ s÷mu lyf ß Nor­url÷ndunum

Lyfjagreiðslunefnd hefur gert verðsamanburð á 35 veltuhæstu pakkningunum sem Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiddu fyrir landsmenn árið 2008. Verðsamanburðurinn er gerður á lyfjaverði í september bæði á heildsöluverði og smásöluverði.

Þegar heildsöluverðin eru skoðuð kemur í ljós að í 26 tilvikum af 35 eða í 74% tilvika er íslenska verðið jafnt eða lægra en meðaltal viðmiðunarlanda. Sambærilegur samanburður var gerður í febrúar á þessu ári og þá voru 19 tilvik eða 54% þar sem íslenska verðið var jafnt eða lægra en meðaltal viðmiðunarlanda. 
Þegar smásöluverðin eru skoðuð kemur í ljós að í 29 tilvikum af 35 eða í 83% tilvika er íslenska verðið jafnt eða lægra en meðaltal viðmiðunarlanda. Í samanburðinum sem gerður var í febrúar s.l. þá voru 21 tilviki af 35 eða 60% þar sem íslenska verðið var jafnt eða lægra en meðaltal viðmiðunarlanda.

Í þessari skoðun kom ennfremur í ljós að íslenska heildsöluverðið var í 4 tilvikum og af 35 lægst en aldrei hæst. Í febrúar s.l. voru þessar tölur 3 tilvik af 35 í lægst og 3 af 35 hæst. Á smásöluverði eru sambærilegar tölur 5 af 35 lægst í september en 2 af 35 hæst. Í febrúar s.l. voru 3 af 35 tilvikum lægst og 3 af 35 hæst. Sjá töflu.

Ástæður fyrir þessum jákvæðu breytingum eru þær helstar að smásöluálagning breyttist 1. janúar s.l. og heildarverðendurskoðun hefur farið fram á þessu ári á heildsöluverðum til samræmis við meðalverð á Norðurlöndunum.
Verð í Svíþjóð eru uppreiknuð með 24,5% virðisaukaskatti, þar sem virðisaukaskattur á lyfseðilskyldum lyfjum í Svíþjóð er 0%. Verð í Finnlandi er uppreiknað með 24.5% virðisaukaskatti þar sem virðisaukaskattur á lyf þar er 8%.