lgn.is - 10.12.2020 ┴kv÷r­un lyfjagrei­slunefndar um af S-merkingu lyfja
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

10.12.2020 ┴kv÷r­un lyfjagrei­slunefndar um af S-merkingu lyfja
10.12.2020 - 10.12.2020 ┴kv÷r­un lyfjagrei­slunefndar um af S-merkingu lyfja

Með vísan til 1. gr. reglugerðar nr. 353/2013, sbr. (2.) breytingar reglugerð nr. 1253/2018, um lyfjagreiðslunefnd ber lyfjagreiðslunefnd að ákveða hvaða lyf skuli S-merkt í lyfjaskrá.

Við gildistöku lyfjalaga nr. 100/2020 þann 1. janúar 2021 verður breyting á lögum nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, sbr. 112. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, þ.e. orðin „S-merkt og“ í 1. mgr. 25. gr. laga um sjúkratryggingar falla brott. Þann 1. janúar nk. mun ákvæðið verða svohljóðandi:

Sjúkratrygging tekur til nauðsynlegra lyfja sem hafa markaðsleyfi hér á landi, hefur verið ávísað til notkunar utan heilbrigðisstofnana, þ.m.t. leyfisskyld lyf, og ákveðið hefur verið að sjúkratryggingar taki þátt í að greiða, sbr. lyfjalög.

Með vísan í framangreint ákvað lyfjagreiðslunefnd á 330. fundi sínum þann 23. nóvember sl. að frá og með 1. janúar 2021 verði markaðssett S-merkt lyf ýmist almenn lyf með eða án almennrar greiðsluþátttöku eða verði leyfisskyld. Sum undanþágulyf verða frá sama tíma gerð leyfisskyld.

Markaðsleyfishöfum/umboðsmönnum hafa verið tilkynntar breytingar á greiðsluþátttöku S-merktra lyfja sem þeir eru í forsvari fyrir.  Lyfjagreiðslunefnd tók athugasemdir markaðsleyfishafa /umboðsmanna til umfjöllunar á 331. fundi nefndarinnar þann 7. desember sl.

 

Sjá meðfylgjandi:  Lokaákvörðun lyfjagreiðslunefndar um nýja greiðslumerkingu S-merktra lyfja frá 1. janúar 2021.

PDF skjal

Excel skjal