lgn.is - 10.12.20 Lyfjagrei­slunefnd l÷g­ ni­ur 31. desember 2020
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

10.12.20 Lyfjagrei­slunefnd l÷g­ ni­ur 31. desember 2020
10.12.2020 - 10.12.20 Lyfjagrei­slunefnd l÷g­ ni­ur 31. desember 2020

Lyfjagreiðslunefnd hefur, samkvæmt gildandi lyfjalögum nr. 93/1994 með síðari breytingum, það lögbundna hlutverk að ákveða verð og greiðsluþátttöku í lyfjum og ákveða hvaða lyf skuli vera leyfisskyld.   Nefndin er skipuð af heilbrigðisráðherra til fjögurra ára, skv. 43. gr. fyrrnefndra lyfjalaga og var fyrst skipuð þann 15. ágúst 2004.  Lyfjagreiðslunefnd hefur því nú sinnt þessu lögbunda hlutverki sínu í rúm 16 ár.

Ný lyfjalög nr.100/2020 voru samþykkt á Alþingi 29. júní sl. og taka við af eldri lyfjalögum nr. 93/1994.  Hin nýju lög fela í sér umtalsverðar breytingar frá fyrri lögum, m.a breytingar sem lúta að ákvörðunum um verð og greiðsluþátttöku lyfja sem og ákvörðun um leyfisskyldu. 

Með nýju lögunum verður lyfjagreiðslunefnd lögð niður frá og með 31. desember 2020. 

Þau lögbundnu verkefni sem lyfjagreiðslunefnd hefur sinnt munu færast til Lyfjastofnunar og Landspítala, þar sem hlutverk Lyfjastofnunar mun verða að ákveða verð og greiðsluþátttöku í lyfjum og einnig leyfisskyldu lyfja að undangenginni umsögn Landspítala. 

Lyfjagreiðslunefnd mun starfa fram til áramóta en frá og með 1. janúar 2021 munu Lyfjastofnun og Landspítali taka við verkefnum nefndarinnar.