 |
|
|
|
10.11.2020 S-merking lyfja afnumin 1. janúar 2021
|
10.11.2020 - 10.11.2020 S-merking lyfja afnumin 1. janúar 2021 |
Ný lyfjalög nr.100/2020 voru samþykkt á Alþingi 29. júní sl. og taka við af eldri lyfjalögum nr. 93/1994. Gildistaka nýju lyfjalaganna er 1. janúar 2021. Samkvæmt nýjum lyfjalögum er ekki gert ráð fyrir S-merkingu lyfja og því mun S-merking lyfja verða afnumin í lyfjaverðskrá frá og með 1. janúar 2021. Lyfjagreiðslunefnd mun ákvarða greiðslumerkingu þeirra lyfja sem nú eru S-merkt í samræmi við 3. mgr. 1. greinar reglugerðar nr 353/2013 um lyfjagreiðslunefnd og munu umboðsaðilar fá upplýsingar um breytta greiðslumerkingu þegar ákvörðun nefndarinnar liggur fyrir.
|
|
|
|
|