lgn.is - 25.09.2020 Breytingar á lyfjaverđskrám - nýir dálkar
Hafđu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

25.09.2020 Breytingar á lyfjaverđskrám - nýir dálkar
25.09.2020 - 25.09.2020 Breytingar á lyfjaverđskrám - nýir dálkar

Frá og með lyfjaverðskrá október mánaðar munu birtast þrír nýir dálkar í lyfjaverðskrá. 

Í þeim er að finna skilgreiningar á ávana- og fíkniflokkum lyfja, þ.e. hvort lyf flokkist sem ávana- og fíknilyf og/eða eftirritunarskyld og einnig fylgja upplýsingar um takmarkanir á magni ávana- og fíknilyfja sem heimilt er að afgreiða í hverri lyfjaávísun (sjá frétt á vefsíðu nefndarinnar 8. september sl. : https://www.lgn.is/?id=2583 )

Ástæðu þessara breytinga má rekja til nýrrar reglugerðar nr. 740/2020 sem taka mun gildi 1. október nk. en í 3. mgr. 6 greinar reglugerðarinnar segir:  

 „Um lyfjaávísanir annarra ávana- og fíknilyfja gildir að mest má afgreiða hverju sinni það hámarks­magn sem Lyfjastofnun ákveður í samræmi við 4. gr. og 10. gr. reglugerðar nr. 233/2001 með síðari breytingum um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Upplýsingar um leyfilegt hámarksmagn skulu birtar í sérlyfjaskrá og lyfjaverðskrá.”

Fyrir markaðssett lyf þá eru upplýsingar sem settar hafa verið inn í þessa nýju dálka, um ávana- og fíkniflokka og magntakmarkanir, fengnar úr lista Lyfjastofnunar yfir ávana- og fíknilyf sem birtur er á heimasíðu stofnunarinnar og einnig stuðst við reglugerð nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni.

Fram til þessa hafa upplýsingar um ávana- og fíkniflokka og magntakmarkanir fyrir lyf í undanþágulyfjaverðskrá verið birtar í formála lyfjaverðskrár.  Sá listi var þó ekki tæmandi en  upplýsingarnar birtast nú í undanþágulyfjaverðskrá.  Aðrar upplýsingar sem bætast við í undanþágulyfjaverðskrána eru fengnar með sama hætti og fyrir markaðssett lyf - en þó með þeim fyrirvara að mögulega gætu verið lyf í undanþágulyfjaverðskrá sem láðst hefur að taka afstöðu til.

Upplýsingar um ávana- og fíkniflokka sem birtast nú í lyfjaverðskrám eru settar inn af lyfjagreiðslunefnd og á ábyrgð nefndarinnar og hefur Lyfjastofnun ekki yfirfarið innfærslu lyfjagreiðslunefndar í heild sinni á flokkun ávana- og fíknilyfja og hámarksmagni sem heimilt er að afgreiða m.t.t. réttmætis upplýsinganna.   

Lyfjagreiðslunefnd bendir á að upplýsingar um flokkun ávana- og fíknilyfja og hámarksmagn sem afgreiða má í hverri lyfjaávísun í lyfjaverðskrá gætu breyst ef nýjar upplýsingar berast nefndinni frá Lyfjastofnun og munu verða uppfærðar í næstu útgáfu lyfjaverðskrár.

Athugasemdir og ábendingar varðandi flokkun lyfja í ávana- og fíkniflokka og magntakmarkanir sem afhenda má í hverri afgreiðslu má senda á [email protected]