lgn.is - 08.09.20 Breytingar į lyfjaveršskrįm vegna nżrrar reglugeršar um lyfjaįvķsanir og afhendingu lyfja
Hafšu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

08.09.20 Breytingar į lyfjaveršskrįm vegna nżrrar reglugeršar um lyfjaįvķsanir og afhendingu lyfja
08.09.2020 - 08.09.20 Breytingar į lyfjaveršskrįm vegna nżrrar reglugeršar um lyfjaįvķsanir og afhendingu lyfja

Breytingar munu verða á lyfjaverðskrá frá og með 1. október nk.   Í lyfjaverðskrá munu þá birtast skilgreiningar á ávana- og fíkniflokkum og einnig takmarnir á magni sem heimilt er að ávísa og afhenda í hverri lyfjaávísun.  Ástæða breytinganna er að þann 1. október tekur gildi ný reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja. nr. 740/2020.

Í reglugerðinni er tiltekið í 3. mgr. 6 gr. :

„Um lyfjaávísanir annarra ávana- og fíknilyfja gildir að mest má afgreiða hverju sinni það hámarks­magn sem Lyfjastofnun ákveður í samræmi við 4. gr. og 10. gr. reglugerðar nr. 233/2001 með síðari breytingum um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Upplýsingar um leyfilegt hámarksmagn skulu birtar í sérlyfjaskrá og lyfjaverðskrá.”

Þetta leiðir til þess að breyta þarf uppbyggingu lyfjaverðskrár sem lyfjagreiðslunefnd gefur út.

A.  Breytingar á dálkum:

- Dálkaheiti „Eftirritunarskylt“ fellur á brott.

- Aftast í skjalið bætast við fjórir dálkar með eftirfarandi heiti:

  1. „Ávana- og fíkniflokkur“

  2. „Ávana- og fíknilyf, magntakmörkun“

  3. „Ávana- og fíknilyf, eining“           

  4. „Hjúkr-/ljósm ávísar“

B.  Breytingar á kóðum:

- Í nýju dálkunum eru kóðar og einingar skilgreindir skv. eftirfarandi:

Fyrir dálkinn “Ávana- og fíkniflokkur” gilda eftirfarandi kóðar:

0

Ekki ávana- og fíknilyf

1

Eftirritunarskylt ávana- og fíknilyf

2

Ávana- og fíknilyf sem ekki er eftirritunarskylt

3

Magnháð eftirritunarskylda / Sjá sérlyfjaskrá

 

      C.  Skilgreiningar á magntakmörkun

      Fyrir dálkana “Ávana og fíknilyf-magntakmörkun” og “Ávana og fíknilyf-eining” gildir:

  • Ef engin takmörkun á ávísuðu magni er reitur auður.

  • Ef takmörkun, þá er magntakmörkun eða dagatakmörkun þeirra skammta sem að hámarki er heimilt að ávísa, skilgreind samkvæmt flokkun og ákvörðun Lyfjastofnunar.

Upplýsingar um leyfilegt hámarksmagn, sjá: https://www.serlyfjaskra.is/

Einnig hefur verið settur inn nýr dálkur „Hjúkr.fr./ljósmæður“ vegna fyrirhugaðra breytinga á lyfjaverðskrá er varðar ávísanarétt hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á getnaðarvarnarlyf.  Þær breytingar koma hins vegar ekki til framkvæmda fyrr en um áramót og munu verða tilkynntar þegar nær dregur.  Fram að því mun kóði í dálknum vera „0“.

Landlæknir hefur kynnt þeim aðilum sem lesa inn lyfjaverðskrá að til standi að breyta lyfjaverðskrá sbr. ofangreint.