 |
|
|
|
25.05.2009 - Tilkynning |
Að ósk Samtaka Verslunar og Þjónustu var lögð fram tillaga á 117. fundi Lyfjagreiðslunefndar um að nefndin birti á heimasíðu sinni 20. til 21. hvers mánaðar lista yfir þau lyf sem óskað hefur verið eftir að birtast í verðskrá næsta mánaðar.
Vakin er athygli á að listinn verður birtur með fyrirvara.
Þetta er gert til þess að apótek hafi lengri tíma en áður til að aðlaga birgðastöðu.
Hér með er tillaga þessi kynnt og hagsmunaaðilar geta sent nefndinni athugasemdir fram að næsta fundi þann 9. júní n.k. |
|
|
|
|