lgn.is - Fyrsti hluti heildarverðendurskoðunar 2009
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

Fyrsti hluti heildarverðendurskoðunar 2009
25.05.2009 - Fyrsti hluti heildarverðendurskoðunar 2009

Fyrsta hluta af þremur í heildarverðendurskoðun er lokið.

Hér meðfylgjandi er excel skjal með fyrsta hluta þeirra  lyfjapakkninga sem munu lækka í verði í kjölfar heildarverðendurskoðunar á heildsöluverði lyfja.

Áætlað er að hlutar tvö og þrjú komi til framkvæmda 1. ágúst og 1. september.

Excel skjal.

Með vísun til fréttar á heimasíðu nefndarinnar frá 23 desember 2008 sem birtist hér.

Málefni: Viðmiðunarlönd og ákvörðun á heildsöluverði lyfja.

 

Í ljósi þess að samkomulagi frá 29. júlí 2004 milli þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og fulltrúa frumframleiðenda í FÍS. hefur nú verið sagt upp frá og með 1. febrúar 2009 tilkynnir Lyfjagreiðslunefnd hér með að við ákvörðun á heildsöluverði lyfja verður miðað við meðalverð í viðmiðunarlöndunum fjórum  þ.e. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð eins og  tiltekið er í reglugerð 213/2005.

 

Breytingin tekur gildi frá og með 1. febrúar 2009 og tekur til verðumsókna og verðbreytinga frá og með þeim tíma. Jafnframt er stefnt að því að heildarverðendurskoðun sem byggir á þessari breytingu verði gerð fyrir 1. apríl 2009. Verðbreytingar í kjölfar verðendurskoðunar munu síðan taka gildi í síðasta lagi 1 júlí 2009.

 

Áætlað er að breytingin hafi í för með sér verðlækkun á heildsöluverði á bilinu 3-4%. Vegna aðstæðna í samfélaginu nú er mikilvægt að leitað sé allra leiða til að ná fram hagræðingu og sparnaði öllum til heilla. Markmið lyfjalaganna er m.a. að halda lyfjakostnaði í lágmarki og er Lyfjagreiðslunefnd falið að sjá til þess að þessi markmið náist. Jafnframt er nefndinni falið í 46. gr. lyfjalaganna að endurmeta forsendur lyfjaverðs hér á landi, samanborið við sömu lyf á Evrópska efnahagssvæðinu , reglulega og eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti.

 Þetta eru forsendur ákvörðunar lyfjagreiðslunefndar að miða heildsöluverði lyfja við meðalverð í viðmiðunarlöndunum fjórum  þ.e. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð eins og  tiltekið er í reglugerð 213/2005.