 |
|
|
|
30.04.2020 Hækkun á kostnaðarálagi veltulítilla lyfja 1. maí nk.
|
30.04.2020 - 30.04.2020 Hækkun á kostnaðarálagi veltulítilla lyfja 1. maí nk. |
Hækkun á kostnaðarálagi veltulítilla lyfja frá 1. maí nk.
Um árabil hefur lyfjainnflytjendum verið heimilt, í samræmi við vinnureglu lyfjagreiðslunefndar um ákvörðun hámarksheildsöluverðs á lyfjum, að sækja um allt að 15% álag á markaðssett lyf að því gefnu að áætluð ársvelta með veltuálagi sé undir 3,5 milljónum króna.
Lyfjagreiðslunefnd tók þá ákvörðun á 316. fundi nefndarinnar þann 11. mars sl. að hækka kostnaðarálag veltulítilla lyfja. Frá og með 1. maí nk. geta lyfjainnflytjendur sótt um allt að 15% álag á markaðssett lyf að því gefnu að áætluð ársvelta með veltuálagi sé undir 6 milljónum króna.
Ofangreindri vinnureglu lyfjagreiðslunefndar um hámarksheildsöluverð á lyfjum hefur verið breytt til samræmis við ákvörðunina og verður uppfærð vinnuregla birt á heimasíðu nefndarinnar. |
|
|
|
|