 |
|
|
|
17.04.2020 Undanþágulyf ekki lengur Z-merkt í undanþágulyfjaverðskrá
|
17.04.2020 - 17.04.2020 Undanþágulyf ekki lengur Z-merkt í undanþágulyfjaverðskrá |
Frá og með 1. maí nk. munu upplýsingar um Z-merkingu ekki birtast í undanþágulyfjaverðsskrá.
Varðandi markaðssett lyf þá veitir Lyfjastofnun lyfjagreiðslunefnd upplýsingar um hvort ávísun lyfja er bundin við sérfræðingsleyfi lækna, þ.e. hvort lyf falli undir svokallaða Z-merkingu. Upplýsingar þar að lútandi er því að finna í lyfjaverðskrá.
Lyfjagreiðslunefnd, hefur í tilfelli lyfja án markaðsleyfis, óskað eftir umsögn Lyfjastofnunar varðandi það hvort eigi að sérfræðingsmerkja (Z-merkja) lyf sem birt eru í undanþágulyfjaverðskrá. Lyfjastofnun hefur nú ákveðið að veita nefndinni ekki lengur þessar umsagnir fyrir ný lyf sem birtast eiga í undanþágulyfjaverðskrá. Til að gæta samræmis í þessum upplýsingum hefur nefndin því ákveðið að fella út fyrirliggjandi upplýsingar um Z-merkingar og munu þær því ekki birtast í undanþágulyfjaverðskrá frá og með 1. maí nk. |
|
|
|
|