lgn.is - 20.03.2020 Nř lyfjaver­skrß 12. mars 2020
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

20.03.2020 Nř lyfjaver­skrß 12. mars 2020
20.03.2020 - 20.03.2020 Nř lyfjaver­skrß 12. mars 2020

Lyfjagreiðslunefnd gaf út nýja verðskrá þann 12. mars sl. með sölugengi Seðlabanka Íslands þann 12. mars.

Ástæða þessarar aukaútgáfu lyfjaverðskrár var bregðast við þeim aðstæðum sem nú eru uppi í þjóðfélaginu vegna Covid-19 og að Lyfjastofnun hefur hvatt lyfjaheildsölur til að gera sitt besta til að auka við lyfjabirgðir sínar til sporna við lyfjaskorti.

Vegna þess ástands sem skapast hefur hefur gengi íslensku krónunnar gagnvart Evru lækkað umtalsvert frá útgáfu verðskrár marsmánaðar.

Lyfjagreiðslunefnd barst formlegt erindi frá fulltrúum lyfjaheildsala í lyfjagreiðslunefnd með ósk um að lyfjaverðskrá yrði uppfærð og endurútgefin sem fyrst þar sem kaupgengi á Evru hafi á örfáum dögum orðið mun hærra gagnvart krónunni vegna mikils falls krónunnar. Þar sem fyrirtækin eru að koma til móts við beiðni stjórnvalda að auka lyfjabirgðir sínar þá fóru þau fram á að lyfjaverðskrá yrði  uppfærð með nýjasta punktgengi Seðlabanka Íslands og endurútgefin þannig að þau verði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni við að verða við óskum stjórnvalda.

Á 316. fundi lyfjagreiðslunefnda, dags. 11. mars sl. var ákveðið að verða við beiðni fulltrúa lyfjaheildsala í nefndinni og gefa út aukaútgáfu af mars-lyfjaverðskrá með nýju punktgengi sem var sölugengi Seðlabankans þann 12. mars.

Útgáfu var lokið kl. 17:50 þann 12. mars og tölvupóstar voru sendir á tæplega 300 hagsmunaaðila með tilkynningu um útgáfuna og þeir vinsamlegast beðnir um að uppfæra sín kerfi sem allra fyrst.

Samkvæmt 12. gr. reglugerðar nr. 353/2013 um lyfjagreiðslunefnd skal lyfjaverðskrá gefin út mánaðarlega með gildistöku fyrsta hvers mánaðar. Útgáfa lyfjaverðskrár með gildistöku á öðrum tíma en fyrsta hvers mánaðar er því gegn ákvæði fyrrnefndrar reglugerðar.

Var þessi aukaútgáfa lyfjaverðskrár gefin út með sérstakri heimild heilbrigðisráðuneytis með hliðsjón af því að stjórnvöld vilja koma til móts við lyfjaheildsala í þessu einstaka tilfelli – þegar gengi krónunnar hefur fallið töluvert og á sama tíma eru lyfjaheildsalar að koma til móts við vilja yfirvalda að auka birgðir umtalsvert.  Um einstaka aðgerð er að ræða í þetta eina skipti og það sérstaklega rætt við fulltrúa lyfjaheildsala á fundinum