 |
|
|
|
Verðlækkun á Tysabri, lyfi fyrir MS sjúklinga.
|
01.04.2009 - Verðlækkun á Tysabri, lyfi fyrir MS sjúklinga. |
Lyfjagreiðslunefnd hefur endurskoðað verð á Tysabri til samræmis við meðalverð á lyfinu í samanburðarlöndunum Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Verðlækkunin er að raunvirði um 18,5%. Má gera ráð fyrir að um sé að ræða 18 milljón kr. lækkun á árskostnaði á heildsöluverði miðað við sölu lyfsins á síðasta ári.
Í lyfjaverðskrá aprílmánaðar sem hefur verið birt á heimasíðu Lyfjagreiðslunefndar, http://www.lgn.is/?pageid=10 er skráð nýtt verð á lyfinu.
|
|
|
|
|