lgn.is - 07.11.2019  S-merkt lyf Ý vi­mi­unarver­flokka - nř ßkv÷r­un LGN
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

07.11.2019 S-merkt lyf Ý vi­mi­unarver­flokka - nř ßkv÷r­un LGN
07.11.2019 - 07.11.2019 S-merkt lyf Ý vi­mi­unarver­flokka - nř ßkv÷r­un LGN

Lyfjagreiðslunefnd tók þá ákvörðun í samræmi við vinnureglu lyfjagreiðslunefndar um röðun lyfja í viðmiðunarverðflokka að raða S-merktum lyfjum í ATC-flokki G04BE03 í viðmiðunarverðflokka.  Um var að ræða lyfin Revatio töflur, 20 mg/90 stk, Revastad töflur 20 mg/100 stk og Granpidam töflur 20 mg/90 stk.  Kom ákvörðunin til framkvæmda í lyfjaverðskrá 1. júní 2019.  Í kjölfarið ákvað lyfjagreiðslunefnd að raða einnig S-merktum lyfjum í ATC-flokki A04AD12, þ.e. Emend hylki og Aprepitant Medical Valley hylki í viðmiðunarverðflokka.  Kom sú ákvörðun til framkvæmda í lyfjaverðskrá 1. júlí 2019.  

Í júlí barst lyfjagreiðslunefnd athugasemd frá Félagi atvinnurekenda vegna áðurnefndra ákvarðana nefndarinnar, sem laut m.a. að því að ekki væri heimilt að láta sjúklinga bera kostnað af umframverði vegna S-merktra lyfja og ákvörðunin hafi verið tekin af starfsmanni nefndarinnar samkvæmt vinnureglu en ekki á fundi lyfjagreiðslunefndar.

Félag atvinnurekenda sendi síðan formlegt erindi til heilbrigðisráðuneytisins með athugasemdum við umrædda ákvörðun lyfjagreiðslunefndar. Heilbrigðisráðuneytið tók ekki efnislega afstöðu til erindis Félags atvinnurekenda en beindi þeim fyrirmælum til lyfjagreiðslunefndar að endurskoða umræddar ákvarðanir.

Lyfjagreiðslunefnd hefur nú á fundi sínum þann 4. nóvember 2019 endurskoðað áðurnefndar ákvarðanir.

Eitt af hlutverkum lyfjagreiðslunefndar er að raða lyfjum í viðmiðunarverðflokka, sbr. 2. mgr. 12. greinar reglugerðar nr. 353/2013 um lyfjagreiðslunefnd; „Lyfjagreiðslunefnd raðar samheitalyfum og lyfjum með sambærileg meðferðaráhrif í viðmiðunarverðflokka til ákvörðunar greiðsluþátttöku sjúkratrygginga Íslands.“ Hvorki er í lyfjalögum né í reglugerð um lyfjagreiðslunefnd nr. 353/2013 fjallað nánar um þetta hlutverk, þ.e. hvernig lyfjagreiðslunefnd eigi að framkvæma þessa röðun og enga afmörkun er að finna um að flokkun lyfja í viðmiðunarverðflokka stýrist af því hvort lyf eru flokkuð sem S-merkt eða almenn lyf.  Nefndinni telur því að sér hafi verið heimilt að raða S-merktum lyfjum í viðmiðunarverðflokka þannig að hægt sé að skipta þeim út hverju fyrir annað.

Hins vegar ef litið til 2. mgr. 15. greinar reglugerðar nr. 313/2013 um sjúkratryggingar þá er ekki heimilt að láta sjúklinga bera kostnað vegna S-merktra lyfja, en í henni segir: „Sjúkratryggður einstaklingur greiðir ekkert gjald vegna S-merkts lyfs sem lyfjagreiðslunefnd hefur samþykkt greiðsluþátttöku fyrir .. „   Í greininni eru ekki tilgreindar neinar undantekningar né annars konar frávik eða skilyrði þess að sjúklingar ættu í einhverjum tilfellum að greiða verðmismun fyrir S-merkt lyf.

Ákveðið var að draga tilbaka ákvörðun lyfjagreiðslunefndar um röðun lyfja í ATC-flokki G04BE03, þ.e. Revatio, Revastad og Granpidam, og lyf í ATC-flokki A04AD12, þ.e. Emend og Aprepitant Medical Valley í viðmiðunarverðflokka.  Lyfin verða tekin úr viðmiðunarverðflokk, halda áfram fyrri S-merkingu og þeirri greiðsluþátttöku sem fyrir var í lyfjunum fyrir töku ákvarðana lyfjagreiðslunefndar á röðun lyfjanna í viðmiðunarverðflokka.  Hafi sjúklingar greitt umframverð vegna þessara lyfja frá 1. júní 2019 eiga þeir rétt á endurgreiðslu.