 |
|
|
|
Mat á jafngildi lyfja fyrir viðmiðunarverðskrá
|
19.03.2009 - Mat á jafngildi lyfja fyrir viðmiðunarverðskrá |
19.3.2009
Lyfjastofnun hefur tekið upp nýtt verklag við mat á jafngildi lyfja. Lyfjagreiðslunefnd gefur út viðmiðunarverðskrá lyfja, Við afgreiðslu lyfseðla er lyfjafræðingum heimilt að skipta milli lyfja sem teljast jafngild samkvæmt viðmiðunarverðskrá. Frá því í febrúar 2009 hefur Lyfjastofnun veitt lyfjagreiðslunefnd umsögn um jafngildi nokkurra lyfja og er fyrirhugað að slíkar umsagnir verði veittar áfram. Umsögn Lyfjastofnunar um jafngildi lyfja miðast við vinnureglur (slóð að vinnreglum) stofnunarinnar þar að lútandi og verða þær uppfærðar eftir því sem þörf krefur. |
|
|
|
|