lgn.is - 11.04.2019 Fyrirhuga­ar breytingar ß grei­slu■ßttt÷ku lyfja Ý ATC flokki G04BD
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

11.04.2019 Fyrirhuga­ar breytingar ß grei­slu■ßttt÷ku lyfja Ý ATC flokki G04BD
11.04.2019 - 11.04.2019 Fyrirhuga­ar breytingar ß grei­slu■ßttt÷ku lyfja Ý ATC flokki G04BD

Lyfjagreiðslunefnd ákvað á 296. fundi nefndarinnar þann 8. apríl s.l., að endurskoða greiðsluþátttöku í lyfjum í ATC flokki G04BD. Sbr. 4. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 353/2013 um lyfjagreiðslunefnd, getur nefndin endurskoðað fyrri ákvarðanir um greiðsluþátttöku í ljósi breyttra aðstæðna eða nýrra upplýsinga.

Eftifarandi lyf eru í ATC flokki G04BD:

Oxybutynin Mylan (oxýbútýnín)

Detrusitol Retard (tólteródín)

Vesicare (sólífenacín)

Solifenacin Alvogen (sólífenacín)

Emselex (darífenacín)

Toviaz (fesóteródín)

Betmiga (mírabegrón)

Ofangreind lyf eru til meðferðar við einkennum aukinnar tíðni þvagláta og/eða bráðaþvagleka hjá sjúklingum með ofvirka þvagblöðru.

Á síðasta ári endurskoðaði Lægemiddelstyrelsen í Danmörku greiðsluþátttöku í lyfjum við ofvirkri þvagblöðru. Mælt er með tólteródín sem fyrsta val við einkennum aukinnar tíðni þvagláta og/eða bráðaþvagleka hjá sjúklingum með ofvirka þvagblöðru. Sjá nánar á vefsíðu stofnunarinnar: https://laegemiddelstyrelsen.dk/da/nyheder/2018/tilskuddet-til-medicin-mod-overaktiv-blaeresyndrom-bliver-aendret/

Lyfjagreiðslunefnd ákvað á 296. fundi nefndarinnar þann 8. apríl s.l. að íhuga að breyta greiðsluþátttöku í lyfjum í ATC flokki G04BD til samræmis við greiðsluþátttöku lyfjanna í Danmörku. 

Oxybutynin Mylan (oxýbútýnín) og Detrusitol Retard (tólteródín) eru hagkvæmustu lyfin og verða með óbreytta greiðsluþátttöku (G-merkingu í lyfjaverðskrá).

Lyfin Vesicare (sólífenacín), Solifenacin Alvogen (sólífenacín), Emselex (darífenacín), Toviaz (fesóteródín) og Betmiga (mírabegrón) verða án greiðsluþátttöku en læknar geta sótt um lyfjaskírteini fyrir þessi lyf ef hagkvæmustu lyfin hafa reynst ófullnægjandi eða aukaverkanir hafa leitt til þess að stöðva þurfti notkun þeirra.

Fyrirhugað er að breytingarnar komi til framkvæmda þann 1. október 2019.

Gefinn er frestur til að senda inn athugasemdir til 10. maí 2019 á netfangið [email protected]