lgn.is - 02.04.2019 Verðendurskoðun 2019 - breytt viðmiðunargengi
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

02.04.2019 Verðendurskoðun 2019 - breytt viðmiðunargengi
02.04.2019 - 02.04.2019 Verðendurskoðun 2019 - breytt viðmiðunargengi

Lyfjagreiðslunefnd ákvað á 295. fundi nefndarinnar þann 1. apríl s.l., að verða við beiðni markaðsleyfishafa og umboðsmanna þeirra, um að breyta viðmiðunargenginu við verðendurskoðun 2019. Í stað þess að miða við lyfjaverðskrárgengi meðaltal sex mánaða þ.e. frá ágúst 2018 til og með janúar 2019, verður notað gengi apríl mánaðar 2019. Við verðendurskoðunina er notast við verðskrár viðmiðunarlandanna í janúarmánuði 2019.

Tímaáætlun fyrir 1. og 2. hluta verðendurskoðunar:

1. hluti, S-merkt lyf:

2. apríl 2019: Markaðsleyfishafar fá nýjan lista yfir þau S-merkt lyf sem koma til verðlækkunar. 

5. apríl 2019: Síðasti dagur fyrir markaðsleyfishafa að senda athugasemdir.

10. apríl 2019: Listi yfir lyf sem koma til verðlækkunar, birtur á vefsíðu nefndarinnar.

1. maí 2019: Verðlækkanir taka gildi 

2. hluti, Almenn lyf:

11. apríl 2019: Markaðsleyfishafar fá lista yfir þau lyf sem koma til verðlækkunar.

29. apríl 2019: Síðasti dagur fyrir markaðsleyfishafa að senda athugasemdir.

10. maí 2019: Listi yfir lyf sem koma til verðlækkunar, birtur á vefsíðu nefndarinnar.

1. júní 2019: Verðlækkanir taka gildi