lgn.is - 06.12.2018 Smßs÷lußlagning lyfse­ilsskyldra lyfja hŠkkar 1. jan˙ar 2019
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

06.12.2018 Smßs÷lußlagning lyfse­ilsskyldra lyfja hŠkkar 1. jan˙ar 2019
06.12.2018 - 06.12.2018 Smßs÷lußlagning lyfse­ilsskyldra lyfja hŠkkar 1. jan˙ar 2019

Lyfjagreiðslunefnd hefur tekið ákvörðun um hækkun á smásöluálagningu lyfja.

Frá 1. janúar 2019 til 31. desember 2019 verður verðlagning lyfseðilsskyldra lyfja sem hér segir, en ofan á heildsöluverð og álagningu bætist virðisaukaskattur (VSK):

             Hámarksheildsöluverð:            Smásöluálagning:

                           0 – 19.999 kr.          11,0%   +      1.179 kr.

                   20.000 – 99.999 kr.            2,0%   +      2.576 kr.

                            > 100.000 kr.            0,3%   +      5.123 kr.

Um er að ræða hækkun krónutöluálagningarinnar um 4,02%. Krónutöluálagning álagningarþrepanna þriggja hækkar sem hér segir: Um 46 kr. í fyrsta þrepi, eða úr 1.133 kr. í 1.179 kr., í öðru þrepi hækkar hún um 100 kr. og því úr 2.476 kr. í 2.576 kr. og í þriðja þrepi hækkar hún um 198 kr. eða úr 4.925 kr. í 5.123 kr. Afmörkun álagningarþrepa og prósentuálagning helst óbreytt.