lgn.is - 18.09.2018 Breyting ß vinnureglu vi­ ßkv÷r­un um heilds÷luver­ undan■ßgulyfja.
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

18.09.2018 Breyting ß vinnureglu vi­ ßkv÷r­un um heilds÷luver­ undan■ßgulyfja.
18.09.2018 - 18.09.2018 Breyting ß vinnureglu vi­ ßkv÷r­un um heilds÷luver­ undan■ßgulyfja.

Á 283. fundi lyfjagreiðslunefndar þann 10. september s.l., ákvað nefndin að breyta vinnureglu við ákvörðun um heildsöluverð undanþágulyfja. Markmiðið er að koma til móts við dreifingarfyrirtæki sem sjá um innflutning og dreifingu undanþágulyfja. Í flestum tilvikum er verið að flytja inn undanþágulyf í takmörkuðu magni, og oft í flýtiafgreiðslu að beiðni Landspítala.

Ákvörðun um heildsöluverð undanþágulyfja fer eftir áætlaðri ársveltu og var samþykkt eftirfarandi:

Áætluð velta:

0 – 1,3 millj.kr. Umsótt verð er samþykkt ef áætluð ársvelta er undir 1,3 millj.kr.

1,3 – 4,6 millj.kr. Samþykkt er allt að 23,3% hærra verð en er í viðmiðunarlöndunum auk 2,3% álags (gjald Lyfjastofnunar), þ.e. allt að 25,6% hærra verð en er í viðmiðunarlöndunum.

4,6 – 7,0 millj.kr. Samþykkt er allt að 15% hærra verð en er í viðmiðunarlöndunum auk 2,3% álags (gjald Lyfjastofnunar), þ.e. allt að 17,3% hærra verð en er í viðmiðunarlöndunum.

>7,0 millj.kr. Ef áætluð ársvelta er yfir 7,0 millj. kr. er heimilað 2,3% hærra verð (gjald Lyfjastofnunar) en er í viðmiðunarlöndunum.

Ákveðið var að taka þessa breyttu vinnureglu um ákvörðun heildsöluverðs á undanþágulyfjum til skoðunar að nýju, eftir eitt ár og leggja mat á hvort breyta þarf henni að nýju.

Vinnuregla um ákvörðun heildsöluverð lyfja