lgn.is - 16.08.2018 Af S-merking lyfja 1. jan˙ar 2019
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

16.08.2018 Af S-merking lyfja 1. jan˙ar 2019
16.08.2018 - 16.08.2018 Af S-merking lyfja 1. jan˙ar 2019

Lyfjastofnun hefur ákveðið að ýmis lyf sem sérstaklega hafa verið merkt sjúkrahúsum með svokallaðri  S-merkingu verði ekki merkt þannig lengur, enda einnig notuð utan sjúkrahúsa. S-merking mun þar með aðeins ná til lyfja sem notuð eru á heilbrigðisstofnunum, þar sem fyrir hendi er nauðsynleg þekking, aðstaða og búnaður sem er forsenda notkunar lyfjanna. Breytingin tekur gildi 1. janúar 2019, sbr. frétt á vefsíðu Lyfjastofnunar þann 28. júní s.l.

Lyfjagreiðslunefnd vekur athygli markaðsleyfishafa á því að ef óskað er eftir greiðsluþátttöku í þeim lyfjum sem Lyfjastofnun fyrirhugar að af S-merkja, þarf að senda umsókn um greiðsluþátttöku til lyfjagreiðslunefndar. Ekki þarf að senda umsókn um greiðsluþátttöku í lyfjum sem eru leyfisskyld eða fyrir þau lyf sem lyfjagreiðslunefnd hefur þegar tekið ákvörðun um greiðsluþátttöku.

Umsóknir þurfa að berast lyfjagreiðslunefnd í síðasta lagi fyrir 15. september n.k. til þess að það náist að birta ákvörðun nefndarinnar í lyfjaverðskrá 1. janúar 2019. Að öðrum kosti verða lyfin án greiðsluþátttöku (0-merkt) í lyfjaverðskrá.

Listi yfir þau lyf sem verða af S-merkt 1. janúar 2019, sem lyfjagreiðslunefnd hefur ekki tekið ákvörðun um leyfisskyldu eða greiðsluþátttöku fyrir: Excel skjal

Nánari upplýsingar veitir Guðrún I. Gylfadóttir formaður lyfjagreiðslunefndar með tölvupósti [email protected] eða í síma 553 9050.