 |
|
|
|
10.04.2018 Breyting á röðun metýlfenídatlyfja í viðmiðunarverðflokka
|
10.04.2018 - 10.04.2018 Breyting á röðun metýlfenídatlyfja í viðmiðunarverðflokka |
Lyfjagreiðslunefnd ákvað á 273. fundi nefndarinnar þann 9. mars s.l. að breyta röðun metýlfenídatlyfja í viðmiðunarverðflokka þar sem ný reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja tekur gildi 1. júlí n.k.
Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu er fyrirhugað að ný reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja feli í sér takmörkun á afhendingu eftirritunarskyldra lyfja þ.m.t. metýlfenídatlyfja við 30 daga skammt.
Lyfjagreiðslunefnd mun ekki raða 30 og 90/100 stk. pkn. af metýlfenídatlyfjum saman í viðmiðunarverðflokka. Röðun þessara lyfja verður samkvæmt almennu reglunni um röðun lyfja í viðmiðunarverðflokka, þ.e. 30 stk. pkn. af hverju lyfi fyrir sig raðast saman, 90/100 stk. pkn. raðast saman, en ekki 30 og 90/100 stk. saman.
Ákvörðun lyfjagreiðslunefndar tekur gildi á sama tíma og reglugerðin um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja, þann 1. júlí n.k.
|
|
|
|
|