Ibrance (palbociclib)hefur fengið leyfisskyldu við eftirfarandi ábendingu:
Ibrance er ætlað til meðferðar á staðbundnu langt gengnu brjóstakrabbameini eða brjóstakrabbameini með meinvörpum sem hefur jákvæða hormónaviðtaka (hormone receptor (HR)-positive) og neikvæða manna húðþekjuvaxtarþáttaviðtaka 2 (human epidermal growth factor receptor 2 (HER2)-negative):
-í samsettri meðferð með arómatasahemli
-í samsettri meðferð með fulvestranti hjá konum sem hafa áður fengið meðferð með lyfi með verkun á innkirtla (endocrine therapy).
Klínískar leiðbeiningar fyrir Ibrance KL
Listi yfir öll leyfisskyld lyf á excel formi. Listi excel.
Listi yfir öll leyfisskyld lyf á PDF formi. Listi PDF. |