 |
|
|
|
Smásöluálagning lyfseðilsskyldra lyfja hækkar 1. desember 2016.
|
09.11.2016 - Smásöluálagning lyfseðilsskyldra lyfja hækkar 1. desember 2016. |
Á 248. fundi lyfjagreiðslunefndar þann 7. nóvember s.l. var ákveðið að samþykkja hækkun á smásöluálagningu lyfja.
Ný smásöluálagning lyfja tekur gildi 1. desember 2016 og verður eftirfarandi:
- þrep 0-19.999 kr. 11% + 952 kr.
- þrep 20.000-99.999 kr. 2% + 2.225 kr.
- þrep >100.000 kr. 0,3% + 4.547 kr.
Um er að ræða 47 kr. hækkun á krónutöluálagningu í smásölu í hverju þrepi. Að teknu tilliti til skiptingar lyfja eftir þrepum og miðað við óbreytta %-álagningu í þrepum er áætlað að 47 kr. hækkun krónutöluálagningar hækki smásöluverð um 4,1% að meðaltali.
Með hækkuninni 1. desember nk. er tekið tillit til þess að launakostnaður á árinu 2016 hefur hækkað umfram þær forsendur sem gengið var út frá þegar ákvörðun um hækkun smásöluálagningar var síðast tekin. |
|
|
|
|