 |
|
|
|
15.09.2015 Breyting á smásöluálagningu lyfseðilskyldra lyfja 1. október 2015.
|
15.09.2015 - 15.09.2015 Breyting á smásöluálagningu lyfseðilskyldra lyfja 1. október 2015. |
Á 231. fundi lyfjagreiðslunefndar þann 14. september s.l. var samþykkt breyting á smásöluálagningu lyfja til að koma til móts við breytt afgreiðslufyrirkomulag S-merktra lyfja í apótekum. Ný smásöluálagning tekur gildi 1. október 2015.
Ákveðið var að hafa eins smásöluálagningu fyrir almenn lyf og S-merkt lyf þ.e. sérstök álagningarþrep fyrir S-merkt lyf falla niður.
Smásöluálagning fyrir bæði S-lyf og almenn lyf verður eftirfarandi:
- þrep 0 -19.999 kr. 11% + 868 kr.
- þrep 20.000 - 99.999 kr. 2% + 2.100 kr.
- þrep >100.000 kr. 0,3% + 4.000 kr.
|
|
|
|
|