lgn.is - 13.08.2015 - Útgáfa lyfjaverðskrár á pdf-formi verður hætt.
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

13.08.2015 - Útgáfa lyfjaverðskrár á pdf-formi verður hætt.
13.08.2015 - 13.08.2015 - Útgáfa lyfjaverðskrár á pdf-formi verður hætt.

 

Lyfjagreiðslunefnd mun hætta að gefa út lyfjaverðskrá á pdf-formi.

Lyfjaverðskrá verður áfram gefin út mánaðarlega á excel- og textaformi, ásamt lista yfir helstu breytingar milli mánaða.

Komið hafa í ljós villur í pdf-útgáfu lyfjaverðskrárinnar sem eru þess eðlis að nefndin getur ekki borið ábyrgð á þeim upplýsingum sem í þeirri skrá birtast.

Gagnagrunnurinn sem skráin er sótt í er gamall og mikill kostnaður er samfara viðhaldi á honum. Áætlaður kostnaður við að lagfæra framgreindar villur og uppfæra það kerfi sem heldur utan um þessa skrá er umtalsverður og verður því útgáfu lyfjaverðskrár á þessu formi hætt.

Lyfjagreiðslunefnd kynnti þetta vandamál á heimasíðu sinni þann 30. júlí 2014. Þá var enn fremur óskað eftir tilkynningum frá þeim sem teldu að útgáfa lyfjaverðskrár á pdf-formi væri nauðsynleg - einungis bárust tilkynningar frá 14 aðilum.