lgn.is - 17.12.2014 HŠkkun ß smßs÷lußlagningu lyfse­ilsskyldra lyfja 1. jan˙ar 2015.
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

17.12.2014 HŠkkun ß smßs÷lußlagningu lyfse­ilsskyldra lyfja 1. jan˙ar 2015.
17.12.2014 - 17.12.2014 HŠkkun ß smßs÷lußlagningu lyfse­ilsskyldra lyfja 1. jan˙ar 2015.

 Á 220. fundi lyfjagreiðslunefndar þann 15. desember s.l. var samþykkt hækkun á smásöluálagningu lyfja sem tekur gildi þann 1. janúar 2015.

Samkvæmt reglugerð nr. 353/2013 með síðari breytingum um lyfjagreiðslunefnd ber nefndinni að taka mið af smásöluálagningu í viðmiðunarlöndum Íslands, sem eru hin Norðurlöndin, þegar hún ákveður smásöluálagningu hér á landi. Nefndin hefur gert samanburð á smásöluverði lyfja á Íslandi og samanburðarlöndunum, á veltu hæstu vörunúmerum á þessu ári og þar kom fram að álagning hérlendis er um það bil 1,7% lægri en á Norðurlöndunum.

Hækkunin sem tekur gildi um áramótin, hljóðar upp á 1,7 % hækkun á smásöluálagningu lyfja vegna samanburðar við Norðurlönd og því til viðbótar 2,2% hækkun á smásöluálagningu vegna verðlagshækkana.

Við hækkun á smásöluálagningu, mun prósentan fyrir neðra þrepið fara úr 9% í 11% en krónutalan haldast óbreytt eða 868 kr. Fyrir efra þrepið kemur inn 2% en krónutalan lækkar úr 2.255 kr. í 2.050 kr.  Þetta er heildarhækkun á álagningu sem nemur 3,9%.

Tvö þrep eru í álagningu lyfja í smásölu. Neðra þrepið nær yfir lyf á heildsöluverði  1 – 11.999 kr. og efra þrepið eru lyf með heildsöluverð 12.000 kr. og hærra

Nánari upplýsingar veitir formaður lyfjagreiðslunefndar, Rúna Hauksdóttir, [email protected], beinn sími 553-9050.