lgn.is - 04.12.2014 - Endurskoðun á greiðsluþátttöku í lyfjum til meðferðar á þrymlabólum
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

04.12.2014 - Endurskoðun á greiðsluþátttöku í lyfjum til meðferðar á þrymlabólum
04.12.2014 - 04.12.2014 - Endurskoðun á greiðsluþátttöku í lyfjum til meðferðar á þrymlabólum

Lyfjagreiðslunefnd hefur, skv. 43. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum, tekið til endurskoðunar greiðsluþátttöku í lyfjum til meðferðar á þrymlabólum.

Endurskoðunin fór fram í nóvember s.l. og haft var til hliðsjónar hvernig greiðsluþátttöku í þessum lyfjum er háttað á Norðurlöndunum.

Niðurstaða endurskoðunarinnar var tekin til umfjöllunar og afgreiðslu á 219. fundi nefndarinnar þann 1. desember s.l.

Á þeim fundi var ákveðið að ekki væri tilefni til að breyta greiðsluþátttöku í lyfjum til meðferðar á þrymlabólum. Það var gert með vísan í þá tilhögun sem er á greiðsluþátttöku þessara lyfja í viðmiðunarlöndum Íslands, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi.