lgn.is - Lyf felld ˙r lyfjaver­skrß vegna birg­askorts - Tilkynning
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

Lyf felld ˙r lyfjaver­skrß vegna birg­askorts - Tilkynning
10.11.2014 - Lyf felld ˙r lyfjaver­skrß vegna birg­askorts - Tilkynning

Kvartað hefur verið undan því að LGN felli ekki lyf úr lyfjaverðskrá sem eru ófáanleg og í viðmiðunarverðskrá og mismuni umboðsaðilum enn fremur í þeim efnum.

Starfsmönnum LGN er mikilvægt að fara eftir þeim reglugerðum og vinnureglum sem gilda um starfsemina til að halda trausti og trúverðugleika viðskiptavina sinna, en hafa hins vegar tileinkað sér að beita viðurlögum um birgðaskort í hófi til að skerða ekki aðgengi sjúklinga að ódýrum lyfjum og halda í heiðri jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga.

Til að fylgjast með og staðfesta að tilteknar birgðir af lyfjum séu til hjá dreifingaraðilum hefur LGN ekki önnur úrræði en að óska eftir upplýsingum um það skriflega í tölvupósti frá umboðsmönnum lyfja. Starfsmenn nefndarinnar hafa það verklag að taka þær upplýsingar trúanlegar sem berast frá umboðsmönnum, enda ekki tilefni til annars, nema í örfáum undantekningar tilvikum.

Öllum ábendingum um birgðaskort, sérstaklega lyfja í viðmiðunarflokkum, er unnið úr og óskað frekari upplýsinga.

Ástæður birgðaskorts getur verið ýmsar og eru hagsmunir sjúklinga ávallt hafðir að leiðarljósi við mat á þeim. Dæmi um skýringar:

  • Sendingu seinkar með flugi.
  • Mistök í merkingu þ.a. endurmerkingar var þörf fyrir sölu.
  • Flutningur á lyfjaverksmiðju.
  • Framleiðsluvandamál. Þegar framleiðsluvandamál höfðu verið með mismunandi lyf sama framleiðanda, þrjá mánuði í röð, tók nefndin ekki gildar skýringar og felldi úr lyfjaverðskrá.
  • Þegar pöntun kom þá var annað vörunúmer á pakkningunum en á því sem var í verðskrá. Ekkert annað lyf til og því  heimilaði Lyfjastofnun undanþágu til sölu þar til lyfið birtist í verðskrá. Eldra vörunúmeri haldið inni, því það tæki við þegar  pöntun kláraðist.

Nefndin ítrekar að hvert einstakt tilfelli er metið hverju sinni.

Lyfjagreiðslunefnd hefur tekið saman tölur um afskráningar lyfja í viðmiðunarverðskrá vegna birgðaskorts, niður á umboðsmenn. Tekinn var fjöldi afskráðra vörunúmera í viðmiðunarverðskrá allt árið 2013 miðað við fjölda vörunúmera í viðmiðunarverðskrá mitt ár 2013. Tvö vörunúmer koma tvisvar fyrir, en þau voru felld úr lyfjaverðskrá v/ birgðaskorts tvisvar innan ársins.

Umboðsaðili

Fjöldi vörunúmera   fellt úr verðskrá v/birgðaskorts 2013

Fj. nrvn í vmvskrá   mitt ár 2013

Hlutfall fellt úr lyfjaverðskrá

Actavis Group hf

49

192

26%

Portfarma ehf

20

92

22%

Vistor hf

17

204

8%

Icepharma hf

13

130

10%

D.A.C. ehf

5

19

26%

Lyfjaver ehf

5

19

26%

GlaxoSmithKline ehf

3

22

14%

Artasan ehf

1

7

14%

LYFIS ehf/Medical ehf

2

154

1%

Lundbeck Export A/S

1

23

4%

Samtals

117

862

14%

Ástæður þess að hve mikill munur er hlutfallslega á milli umboðsaðila, á afskráningum vegna birgðaskorts, geta verið misjafnar. T.d. að umboðsaðili stendur sig betur en aðrir að eiga birgðir lyfja í viðmiðunarverðskrá til á lager eða umboðaðili hækkar verð á lyfi í viðmiðunarverðskrá þegar séð er fram á birgðaskort svo ekki þurfi að staðfesta birgðir til LGN og komið þar með í veg fyrir að lyfið verði afskráð v/birgðaskorts.

Að ósk LGN hefur ráðuneytið m.a. breytt ákvæði í reglugerð 353/2013 um lyfjagreiðslunefnd hvað varðar staðfestingu birgða á lyfjum í viðmiðunarverðskrá, þ.e. 6. gr. reglugerðarinnar, þar sem erfitt hefur verið fyrir nefndin að ganga úr skugga hvort staðfesting á birgðum sé rétt.

Einnig er bent á að það vinnulag hefur verið viðhaft að ef birgðaskortur verður á lyfi sem er með lægsta viðmiðunarverð taka Sjúkratryggingar Íslands þátt í kostnaði við næst ódýrasta lyfið. Þegar ódýrasta pakkning fæst aftur, þá helst greiðsluþátttakan á dýrara lyfinu í 2 vikur eftir að viðkomandi lyf kemur af biðlista. Þessi aðgerð er framkvæmd af Sjúkratryggingum Íslands.

Með þessu er tryggt að sjúklingar og umboðsmenn lyfja verði ekki fyrir skaða vegna birgðaskorts ódýrasta lyfs í viðkomandi viðmiðunarflokki.

Óskað var eftir að ofangreint ákvæði færi einnig inn í breytingar á 6. gr. reglugerðar 353/2013.

Breytingarnar hafa þegar tekið gildi.

http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=8ec61b15-3bd7-41b2-b248-23dd7a410382

Sjá breytingu  á Verklag við útgáfu lyfjaverðskrár“ þegar lyf eru felld úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts.