 |
|
|
|
30.06.-2014 - Endurskoðun á greiðsluþátttöku lyfja í ATC flokknum B01A
|
30.06.2014 - 30.06.-2014 - Endurskoðun á greiðsluþátttöku lyfja í ATC flokknum B01A |
Lyfjagreiðslunefnd hefur, skv. 43. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum, ákveðið að taka til endurskoðunar greiðsluþátttöku lyfja í ATC flokknum B01A, sem eru segavarnarlyf.
Fyrirhugað er að endurskoðunin fari fram í nóvember/desember 2014.
Við endurskoðunina verður allur ATC flokkurinn B01A tekin til endurskoðunar og mun nefndin styðjast við söluáætlanir umboðsaðila og áætlanir um fjölda sjúklinga. Jafnframt verður tekið tillit til verðs á samanburðarlyfjum og verðs lyfjanna í samanburðarlöndunum. |
|
|
|
|