lgn.is - 20.01.2014 - Euthyrox og Levaxin felld ˙r vi­mi­unarver­flokk
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

20.01.2014 - Euthyrox og Levaxin felld ˙r vi­mi­unarver­flokk
20.01.2014 - 20.01.2014 - Euthyrox og Levaxin felld ˙r vi­mi­unarver­flokk

Að ósk Merck Serono tók lyfjagreiðslunefnd, á 203. fundi nefndarinna, til umfjöllunar þá ósk að fella Euthyrox úr viðmiðunarverðflokki með Levaxin. Euthyrox 50 mcg, 100 stk. og Levaxin 0,05 mg, 100 stk. eru saman í viðmiðunarverðflokki V0153 og eru því útskiptanleg við afhendingu í apóteki gegn lyfseðli.

Í rökstuðningur Merck Serono segir m.a. að: Ástæðan fyrir beiðninni er sú læknar hafa verið mjög tregir til þess að breyta lyfjagjöfinni með þessum hætti. Ef breyta á lyfjagjöfinni þarf sjúklingurinn að  fara í nýjar blóðprufur og mælingar gerðar frá grunni með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn bæði fyrir sjúklinginn og viðkomandi heilbrigðisstofnun.“

Áður hafði nefndin aflað sér sérfræðiálits á beiðninni sem lagt var fyrir á fundinum. Þar kom m.a. fram að skipti milli Levaxin og Euthyrox vegna sveifla í verði séu óæskileg og geti haft áhrif á stöðugleika meðferðar og skapað óþægindi og óþarfa rannsóknir. Í sérfræðiálitinu var eindregið mælt með að lyfin væru ekki útskiptanleg.

Einnig hefur nefndin kynnt sér með hvaða hætti lyfin eru útskiptanlega í samanburðarlöndunum og aðeins í Noregi eru lyfin útskiptanleg en í Svíþjóð eru lyfin ekki útskiptanleg og ekki heldur í Danmörku þar sem tvö lyf í þessum flokki eru á markaði. Í Finnlandi er hins vegar aðeins eitt lyf í þessum flokki á markaði.

Á fundinum var ákveðið að verða við ósk Merck Serono og fella Euthyrox 50 mcg, 100 stk. úr viðmiðunarverðflokki við Levaxin 0,05mg, 100 stk.

Áætlað er að þetta komi til framkvæmda 1. mars n.k.