lgn.is - 19.09.2013 - Ver­lagning undan■ßgulyfja
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

19.09.2013 - Ver­lagning undan■ßgulyfja
19.09.2013 - 19.09.2013 - Ver­lagning undan■ßgulyfja

Að undanförnu hefur komið í ljós að innflytjendur og/eða dreifingaraðilar undaþágulyfja sæki ekki um hámarks heildsöluverð til lyfjagreiðslunefndar áður en lyfin eru seld til apóteka.

Bent er á að verðlagning lyfseðilsskyldra lyfja er ekki frjáls og ber innflytjendum undantekningalaust að sækja um hámarks heildsöluverð allra lyfseðilsskyldra lyfja (skráðra og óskráðra) til nefndarinnar, með vísan í 42. og 43. gr. Lyfjalaga og 4. tölul. 1. gr. reglugerðar nr. 353/2013. Á þetta bæði við um almenn lyf sem og sjúkrahúslyf.

Á 114. fundi lyfjagreiðslunefndar þann 10. mars 2009 var samþykkt með hvaða hætti verðlagningu undaþágulyfa skyldi háttað og var það gert í samvinnu við fulltrúa heildsala í nefndinni. Það samkomulag var birt á heimasíðu nefndarinnar í kjölfar fundarins og er enn í gildi, sjá tengla.

Verðlagning á undanþágulyfjum í heildsölu

Vinnureglur um ákvörðun heildsöluverðs á undanþágulyfjum (SÍ)