 |
|
|
|
8.8.2013 - Efnisorð í tölvupósti.
|
08.08.2013 - 8.8.2013 - Efnisorð í tölvupósti. |
Borið hefur á því upp á síðkastið að lyfjagreiðslunefnd hefur ekki borist tölvupóstur sem sendur hefur verið nefndinni. Þetta á við í þeim tilvikum þar sem í „efni/subject“ tölvupóstsins eru lyfjanöfnin: Viagra, Cialis, Sildenafíl, Tadalafíl og skyld orð.
Þeir sem hyggjast senda nefndinni erindi þar sem þessi og/eða skyld orð koma fyrir eru beðnir að setja þau einungis í meginmál og/eða í viðhengi tölvupóstssins en sleppi því í „efni/subject“ línu.
Beðist er velvirðingar á þessu vandamáli en verið er að vinna í að lagfæra það. |
|
|
|
|