lgn.is - 08.05.2013 - Breyting ß smßs÷lußlagningu lyfse­ilskyldra lyfja
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

08.05.2013 - Breyting ß smßs÷lußlagningu lyfse­ilskyldra lyfja
08.05.2013 - 08.05.2013 - Breyting ß smßs÷lußlagningu lyfse­ilskyldra lyfja

Á 189. fundi lyfjagreiðslunefndar þann 6. maí s.l. var ákveðin 7% hækkun á fasta krónutölu smásöluálagningar og tekur hún gildi 1. júní n.k.

Krónutöluálagning fer við þetta úr 780 kr. í 835 kr. í lægra þrepi og úr 2.028 kr. í 2.170 kr. í hærra þrepi. Prósentuálagning er óbreytt

Hérlendis eru tvö þrep í smásöluálagningu lyfseðilskyldra mannalyfja.

Lægra þrepið eru lyf með heildsöluverð 1-11.999 krónur og hærra þrepið eru lyf yfir 12.000 krónum:

Eftir 1.6.2013   

Prósentu álagning  

Föst krónutala

1-11.000 kr.

9%

          835 kr.

12.000 kr. >

0%

       2.170 kr.

Við ákvörðun á hækkun á smásöluálagningu lyfja voru hafðar að til hliðsjónar þær hækkanir sem orðið hafa á annarri heilbrigðisþjónustu.

Breytingin hefur þau áhrif að gera verður samsvarandi breytingu í 7. gr. reglugerðar nr. 313/2013 er varðar skilyrta greiðsluþátttöku ákveðinna lyfja, með gildistöku 1. júní.

Verði á einingu í 7. gr. reglugerðar nr. 313/2013 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði, verður breytt í lyfjaverðskrá fyrir júní á þann hátt að sömu lyf verða með greiðsluþátttöku og í verðskrá fyrir maí.