 |
|
|
|
07.05.2013 - Af S-merkt lyf í flokki J05 og reglugerð um sóttvarnarráðstafanir.
|
07.05.2013 - 07.05.2013 - Af S-merkt lyf í flokki J05 og reglugerð um sóttvarnarráðstafanir. |
Á 188. fundi lyfjagreiðslunefndar fjallaði nefndin um lyf í flokki J05 sem verða af S-merkt.
Tekin var ákvörðun um að af S-merkt lyf í flokki J05 verði ekki með almenna greiðsluþátttöku og því með greiðsluþátttökumerkingu „0“ í lyfjaverðskrá.
Lyfjagreiðslunefnd lítur nú svo á að af S-merking lyfja sem átti að koma til framkvæmda 4. maí, sé frestað þar til annað er ákveðið. Gildistaka ákvörðunar um J05 frestast því um óákveðin tíma eða þar til afnám S-merkingar tekur gildi.
Ef sjúklingum er ávísað lyfjum í þessum flokki, í samræmi við ákvæði í reglugerð um sóttvarnarráðstafanir, er lyfið greitt að fullu og því sjúklingi að kostnaðarlausu. Sjá nánar í reglugerð nr. 817/2012 með síðari breytingum. |
|
|
|
|