lgn.is - 03.05.2013 - Listi yfir leyfisskyld lyf
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

03.05.2013 - Listi yfir leyfisskyld lyf
03.05.2013 - 03.05.2013 - Listi yfir leyfisskyld lyf

Lög nr. 45/2012, um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, og lyfjalögum nr. 93/1994, með síðari breytingum, taka gildi n.k. laugardag, 4. maí.  

Í 5. gr. laganna  eru leyfisskyld lyf skilgreind sem lyf sem eingöngu eru notuð í samræmi við klínískar leiðbeiningar og eru að jafnaði kostnaðarsöm og vandmeðfarin. Lyfjagreiðslunefnd hefur í samráði við sérfræðinga frá Landspítala og Sjúkratryggingum Íslands, undirbúið ákvörðun um hvaða lyf skuli teljast leyfisskyld þegar lögin taka gildi.

Lyfjagreiðslunefnd vill vekja athygli á því að endanlegur listi yfir leyfisskyld lyf verður birtur á heimasíðu nefndarinnar n.k. mánudag, 6. maí, sem er fyrsti virki dagur eftir að ný lög taka gildi.