 |
|
|
|
23.04.2013 - Frestun á afnámi S-merkinga lyfja
|
23.04.2013 - 23.04.2013 - Frestun á afnámi S-merkinga lyfja |
Þann 14. desember s.l. beindi lyfjagreiðslunefnd þeim tilmælum til markaðsleyfishafa að senda inn umsóknir um greiðsluþátttöku í þeim lyfjum sem Lyfjastofnun hygðist afnema S-merkingu á. Fjöldi umsókna barst nefndinni sem ýmist er búið að ákvarða í eða eru í afgreiðsluferli.
Lyfjagreiðslunefnd lítur nú svo á að framkvæmd á afnámi S-merkingar lyfja sé frestað þar til annað er ákveðið.
Gildistaka ákvarðana um greiðsluþátttöku og synjanir sem lyfjagreiðslunefnd hefur tekið frestast því um óákveðin tíma eða þar til afnám S-merkingar tekur gildi. Skráning lyfja í lyfjaverðskrá sem nú eru S-merkt helst óbreytt. |
|
|
|
|